Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

17. des. 2015 : Undirritun yfirlýsingar um faglegt samstarf við Háskólann á Akureyri

Þann 16. desember sl. fór fram undirritun yfirlýsingar um faglegt samstarf sambandsins og hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs, fyrir hönd kennaradeildar og miðstöðvar um skólaþróun, og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins, undirrituðu yfirlýsinguna á Akureyri í gær.

Nánar...

15. des. 2015 : Samráðsfundur vegna barna í vanda í skólakerfinu

 

Þann 25. nóvember sl. boðaði sambandið til samráðsfundar aðila sem stóðu að áskorun vegna barna í skólakerfinu sem glíma við alvarlegan vanda.

Nánar...

30. nóv. 2015 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 157 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við tæplega 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Nánar...

04. nóv. 2015 : Úttekt á menntun án aðgreiningar

Þriðjudaginn 3. nóvember  var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf um úttekt á menntun án aðgreiningar af hálfu fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra og Skólameistarafélags Íslands.

Nánar...

02. nóv. 2015 : Skólaþing sveitarfélaga hafið

Skólaþing sveitarfélaga 2015 var sett í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Alls sitja um 250 þátttakendur þingið. Áhersla skólaþings að þessu sinni er annars vegar um læsi - metnaðarmál ríkis og sveitarfélaga, og hins vegar um vinnumat grunnskólakennara.

Nánar...

30. okt. 2015 : Bein útsending verður frá Skólaþingi sveitarfélaga

Skráningu á Skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður nk. mánudag 2. nóvember hefur verið lokað.

Nánar...

19. okt. 2015 : Skólaþing sveitarfélaga 2015

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið mánudaginn 2. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Meginþema þingsins eru tvö að þessu sinni; Læsi — metnaðarmál ríkis og sveitarfélaga, annars vegar, og Vinnumat grunnskólakennara hins vegar.

Nánar...

13. okt. 2015 : Karlar í yngri barna kennslu

Þann 9. október sl. var haldinn morgunverðarfundur á Grand Hóteli sem bar yfirskriftina „Karlar í yngri barna kennslu – hvað ætlar þú að gera?“

Nánar...

06. okt. 2015 : Viðurkenningar fyrir þátttöku í GERT verkefninu skólaárið 2014-2015

Þátttökuskólar í GERT verkefninu skólaárið 2014-2015 hafa nú hlotið viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu. Skólarnir eru frumkvöðlar við útfærslu GERT verkefnisins og ákvað stýrihópurinn að veita þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Nánar...

06. okt. 2015 : Karlar í yngri barna kennslu

Morgunverðarfundur um karla í yngri barna kennslu verður haldinn föstudaginn 9. október 2015 kl. 8:30 til kl. 10:00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík.

Nánar...
Síða 1 af 4