Fréttir og tilkynningar: október 2014

Fyrirsagnalisti

21. okt. 2014 : Landsleikurinn „Allir lesa“

Föstudaginn 17. október fór af stað „Allir lesa - landsleikur í lestri“ í gang og er hann sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, svo vitað sé. Óhætt er að segja að keppnin hefjist með látum, en nú þegar er búið að skrá lestur í hátt í 6.000 klukkustundir inn á vefinn, og deilist það niður á 1.737 einstaklinga í 152 liðum – og sífellt bætist við, enda á sjötta hundrað lið þegar skráð til leiks.

Nánar...

13. okt. 2014 : Samkomulag um talmeinaþjónustu

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytið skrifuðu í maí undir samkomulag um  skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu en ríki og sveitarfélög hafa deilt um þessa skiptingu um árabil. Fyrst og fremst snerist deilan um að öll börn yrðu jafnsett gagnvart niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands, en inni í rammasamning talmeinafræðnga hefur verið klausa um að grunnskólabörn að loknum 1. bekk þyrftu fyrst að fá þjónustu talmeinafræðings sveitarfélags áður en til greiðsluþátttöku SÍ kæmi í 18 skipti.

Nánar...

08. okt. 2014 : Undirritun viljayfirlýsingar við Menntavísindasvið HÍ

Undirritun samkomulags

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram undirritun viljayfirlýsingar um faglegt samstarf Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sambandsins. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og Halldór Halldórson, formaður stjórnar sambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Nánar...