Fréttir og tilkynningar: september 2014

Fyrirsagnalisti

23. sep. 2014 : Fræðsluritið „Kennsluumhverfið – Hlúum að rödd og hlustun“

whisper

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að bæta hljóðvist og draga úr hávaða í skólum og vekja athygli á mikilvægi raddverndar og raddbeitingar. Er það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi Félags leikskólakennara og sambandsins frá 2011 og samhljóða bókunar sömu aðila frá árinu 2006.

Nánar...

09. sep. 2014 : Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að gerð handbókar um velferð og öryggi barna í leikskólum sem er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda, s.s. sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum.

Nánar...

08. sep. 2014 : Hvað fékkstu á prófinu?

Hvað fékkstu á prófinu? er yfirskrift málþings um skólamál sem nú fer fram á Grand hóteli í Reykjavík. Alls sitja tæplega 200 manns málþingið og hefur verið gerður góður rómur að þeim fimm erindum sem flutt hafa verið í morgun.
Nánar...

08. sep. 2014 : Málþing um skólamál - bein útsending

Málþing sambandsins um skólamál fer fram í dag á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Hvað fékkstu á prófinu“.

Sent verður beint frá málþinginu hér á upplýsingavef sambandsins

Nánar...