Fréttir og tilkynningar: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

29. ágú. 2014 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2015-2016

skoli

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2015–2016. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2014.

Nánar...

19. ágú. 2014 : Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 27. ágúst nk. Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

07. ágú. 2014 : Hvað fékkstu á prófinu?

Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldið  á Grand hóteli 8. september nk. og hefst dagskráin kl. 10:00.  Umfjöllunarefnið að þessu sinni er námsárangur í íslenskum skólum.  Snýst skólastarf um  árangur í námi eða að fjölbreyttum hópi nemenda líði sem best?

Nánar...