Fréttir og tilkynningar: apríl 2014

Fyrirsagnalisti

16. apr. 2014 : Framtíðarstarfið – átaksverkefni um eflingu leikskólastigsins hefst í dag

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Í byrjun árs 2012 skipaði þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra starfshóp til að setja fram aðgerðaráætlun í því skyni að fjölga þeim sem sækja um leikskólakennaranám og stuðla þannig að nauðsynlegri nýliðun meðal leikskólakennara.

Nánar...

15. apr. 2014 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2014 til 2015

Ungt-folk

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015. Alls bárust 124 umsóknir til sjóðsins og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 259 millj. kr. Veittir voru styrkir til 37 verkefna að fjárhæð tæplega 50. millj. kr.

Nánar...

14. apr. 2014 : Könnun á starfsemi frístundaheimila

SIS_Skolamal_760x640

Starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis  um  málefni frístundaheimila (lengda viðveru) fyrir nemendur á grunnskólaaldri  var falið að skoða hvort þörf sé á að kveða með skýrari hætti í löggjöf um starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

Nánar...

10. apr. 2014 : Vel heppnuð fundarherferð um framtíðarsýn leikskólans

Reykjanes_2

Miðvikudaginn 9. apríl lauk fundarherferð um framtíðarsýn leikskólans en á grundvelli bókunar með kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins vegar, voru haldnir átta samráðsfundir, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans.

Nánar...

03. apr. 2014 : Geturðu GERT þetta?

Óskað eftir áhugasömum meistaranemum í starfsnám. GERT(Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni og virkja atvinnulíf og skóla í því skyni.

Nánar...