Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

11. des. 2014 : Dagur leikskólans og Orðsporið 2015

leikskoli1

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í áttunda sinn þann 6. febrúar 2015. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Nánar...

02. des. 2014 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2015-2016

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2015-2016 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 156 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2015-2016. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.

Nánar...

13. nóv. 2014 : Skólaskýrsla 2014 á rafrænu formi

Skólaskýrsla 2014 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2013 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til skólastiganna á landsvísu en einnig er þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.

Nánar...

21. okt. 2014 : Landsleikurinn „Allir lesa“

Föstudaginn 17. október fór af stað „Allir lesa - landsleikur í lestri“ í gang og er hann sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, svo vitað sé. Óhætt er að segja að keppnin hefjist með látum, en nú þegar er búið að skrá lestur í hátt í 6.000 klukkustundir inn á vefinn, og deilist það niður á 1.737 einstaklinga í 152 liðum – og sífellt bætist við, enda á sjötta hundrað lið þegar skráð til leiks.

Nánar...

13. okt. 2014 : Samkomulag um talmeinaþjónustu

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytið skrifuðu í maí undir samkomulag um  skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu en ríki og sveitarfélög hafa deilt um þessa skiptingu um árabil. Fyrst og fremst snerist deilan um að öll börn yrðu jafnsett gagnvart niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands, en inni í rammasamning talmeinafræðnga hefur verið klausa um að grunnskólabörn að loknum 1. bekk þyrftu fyrst að fá þjónustu talmeinafræðings sveitarfélags áður en til greiðsluþátttöku SÍ kæmi í 18 skipti.

Nánar...

08. okt. 2014 : Undirritun viljayfirlýsingar við Menntavísindasvið HÍ

Undirritun samkomulags

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram undirritun viljayfirlýsingar um faglegt samstarf Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sambandsins. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og Halldór Halldórson, formaður stjórnar sambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna.

Nánar...

23. sep. 2014 : Fræðsluritið „Kennsluumhverfið – Hlúum að rödd og hlustun“

whisper

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að bæta hljóðvist og draga úr hávaða í skólum og vekja athygli á mikilvægi raddverndar og raddbeitingar. Er það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi Félags leikskólakennara og sambandsins frá 2011 og samhljóða bókunar sömu aðila frá árinu 2006.

Nánar...

09. sep. 2014 : Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að gerð handbókar um velferð og öryggi barna í leikskólum sem er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda, s.s. sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum.

Nánar...

08. sep. 2014 : Hvað fékkstu á prófinu?

Hvað fékkstu á prófinu? er yfirskrift málþings um skólamál sem nú fer fram á Grand hóteli í Reykjavík. Alls sitja tæplega 200 manns málþingið og hefur verið gerður góður rómur að þeim fimm erindum sem flutt hafa verið í morgun.
Nánar...

08. sep. 2014 : Málþing um skólamál - bein útsending

Málþing sambandsins um skólamál fer fram í dag á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Hvað fékkstu á prófinu“.

Sent verður beint frá málþinginu hér á upplýsingavef sambandsins

Nánar...
Síða 1 af 4