Fréttir og tilkynningar: desember 2013

Fyrirsagnalisti

11. des. 2013 : Skýrsla um Skólaþing sveitarfélaga 2013 komin út

Skolathing

Skólaþing sveitarfélaga fór fram 4. nóvember 2013 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Skýrsla skólaþingsins er komin út. Þar gefur að líta helstu niðurstöður umræðuhópa sem störfuðu fyrir hádegi auk mats þátttakenda á þinginu, umgjörð þess, áherslum o.fl. Þær niðurstöður mun sambandið hafa til hliðsjónar m.a. við mótun samningastefnu sambandsins í kjaraviðræðum við kennara og  stefnumörkunar í skólamálum fyrir næsta kjörtímabil.

Nánar...

06. des. 2013 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2014-2015

pusl

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2014-2015 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 185 umsóknir um námsleyfi skólaárið 2014-2015, þar af voru 162 fullgildar. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 32 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 20% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.

Nánar...