Fréttir og tilkynningar: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

20. nóv. 2013 : Skólaskýrsla 2013 á rafrænu formi

Skolaskyrsla2013

Skólaskýrsla 2013 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig er þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.

Nánar...

05. nóv. 2013 : Það vantar 1300 leikskólakennara

Ingvar

„Það vantar 1300 leikskólakennara í landinu ef uppfylla á skilyrði laga um að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við uppeldi umönnun og kennslu í hverjum grunnskóla teljist til stöðugilda leikskólakennara. Í vor munu að líkindum brautskrást ellefu leikskólakennarar; fimm frá Háskóla Íslands og sex frá Háskólanum á Akureyri.“ Þetta kom fram í erindi Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík í gær.

Nánar...

05. nóv. 2013 : Fresta á innleiðingu nýs námsmatskerfis

Illugi

Skólaþing sveitarfélaga 2013 fór fram í gær, mánudaginn 4. nóvember. Á þinginu flutti Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, erindi þar sem hann upplýsti að hann hygðist fresta innleiðingu nýs námsmatskerfis aðalnámskrár grunnskóla til ársins 2016. Skóalstjórnendur, fræðslustjórar sveitarfélaga og fleiri höfðu áður lýst yfir efasemdum og áhyggjum af því að innleiðingu námsmatshlutans væri ekki ætlaður nægur tími. Samkvæmt nýja námsmatskerfinu  munu grunnskólanemendur fá einkunnir í bókstöfum frá A og niður í D.

Nánar...

04. nóv. 2013 : Skólaþing sveitarfélaga stendur nú yfir í Reykjavík

Skolathing

Skólaþing sveitarfélaga fer nú fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík. Fyrir hádegi var sjónum beint til Danmerkur, en formaður danska skólastjórafélagsins, Anders Balle, upplýsti þinggesti um þær umfangsmiklu breytingar sem danski grunnskólinn er að ganga í gegnum, þ.m.t. á vinnutímaskipulagi kennara, í kjölfar nýrrar menntastefnu stjórnvalda og verkbanns á kennslu sl. vor sem leiddi loks til lagasetningar.

Nánar...