Fréttir og tilkynningar: október 2013

Fyrirsagnalisti

17. okt. 2013 : Könnun meðal sveitarstjóra á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fékk Capacent Gallup ehf. fyrr á þessu ári til þess að framkvæma könnun meðal sveitarstjóra um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla með tilvísun til reglugerðar nr. 584/2010.

Nánar...

07. okt. 2013 : Skráning hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013

skoli

Skráning er hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013 en það verður haldið á Hilton Nordica hóteli mánudaginn 4. nóvember nk. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur skólaþingið en meðal fyrirlesara má nefna Anders Balle, formann danska skólastjórafélagsins, Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Nánar...

07. okt. 2013 : Skólaskýrsla 2013

Skolaskyrsla2013

Skólaskýrsla 2013 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.

Nánar...