Fréttir og tilkynningar: ágúst 2013

Fyrirsagnalisti

30. ágú. 2013 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2014-2015

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2014–2015. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2013.

Nánar...

20. ágú. 2013 : Skýrsla um upplýsingatækni í grunnskólum

Upplysingataekni

Út er komin skýrsla á rafrænu formi um upplýsingatækni í grunnskólum. Á vormánuðum 2013 var könnun um upplýsingatækni í grunnskólum send á alla grunnskóla landsins. Könnunin var unnin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að beiðni samtaka áhugafólks um skólaþróun, en samtökin héldu ráðstefnu 14. ágúst sl. um UT í grunnskólum og hvernig hagnýta megi hana til að þróa skólastarf.

Nánar...

14. ágú. 2013 : Hæfnimiðað námsmat – lærum hvert af öðru

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat í nýrri menntastefnu leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 30. ágúst, frá kl. 14.00-17.00.

Nánar...