Fréttir og tilkynningar: júní 2013

Fyrirsagnalisti

07. jún. 2013 : Leiðbeinandi álit um tvöfalda leikskólavist barna

Leikskolaborn_litil

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 31. maí 2013 leiðbeinandi álit sem lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur tekið saman fyrir sveitarfélög um afgreiðslu umsókna um tvöfalda leikskólavist barna. Tilefni þessa álits er að færst hefur í vöxt á síðustu misserum að sveitarfélög fái beiðnir frá foreldrum, sem ekki eru samvistum og búa ekki í sama sveitarfélagi en fara með sameiginlega  forsjá yfir börnum sínum, fái leikskólavist í tveimur leikskólum samtímis.

Nánar...

03. jún. 2013 : Skemmtilegar hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskóla

NKG2013

Sunnudaginn 26. maí fóru fram úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í 21. sinn. Um 3.000 hugmyndir frá 44 grunnskólum víða um land bárust í keppnina. Fimmtíu og þrír þátttakendur voru valdir í úrslitakeppni og af þeim hlutu átján verðlaun fyrir hugmyndir sínar.

Nánar...