Fréttir og tilkynningar: maí 2013

Fyrirsagnalisti

29. maí 2013 : Námsbraut fyrir leikskólaliða

Leikskolaborn_litil

Í tengslum við eflingu leikskólastigsins bendir Samband íslenskra sveitarfélaga á að boðið er uppá námsbraut fyrir leikskólaliða í Fjarmenntaskólanum. Leikskólaliði starfar við umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samræmi við markmið aðalnámskrár og leiðbeinir börnum við leik og störf.

Nánar...

29. maí 2013 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2013-2014

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2013-2014. Alls bárust 115 umsóknir til sjóðsins og fengu 40 verkefni styrk að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Nánar...

22. maí 2013 : „Góð menntun er gulls ígildi“

growth

Næsti morgunverðarfundur í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn föstudaginn 31. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Góð menntun er gulls ígildi“ - innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.

Nánar...

03. maí 2013 : Kynning á frumvarpi til laga um tónlistarskóla

Trompetleikari_litil

Eitt af stjórnarfrumvörpum mennta- og menningarmálaráðherra á þingmálaskrá ríkisstjórnar fyrir 141. löggjafarþing var frumvarp til laga um tónlistarskóla. Frumvarpið er byggt á tillögu nefndar um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, sem kynnt var í opnu samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 25. janúar til 6. febrúar 2013, þar sem almenningi var gefinn kostur á að senda inn athugasemdir eða ábendingar um efni frumvarpstillögunnar.

Nánar...

02. maí 2013 : Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

growth

Annar morgunverðarfundurinn í fundarröð um menntun innflytjenda verður haldinn í fyrramálið, föstudaginn 3. maí, á Grand hótel í Reykjavík. Hefst fundurinn kl. 8 og er fyrirhugað að hann standi fram til kl. 10.00. Að þessu sinni er fundurinn undir yfirskriftinni Virkt tvítyngi – íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna. Fundurinn er öllum opinn en þátttökugjald er 2.300 krónur og fer skráning fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Nánar...