Fréttir og tilkynningar: mars 2013

Fyrirsagnalisti

20. mar. 2013 : Aðalnámskrá fyrir greinasvið grunnskóla

Adalnamskra-fyrir-greinasvi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt seinni hluti aðalnámskrár grunnskóla fyrir einstök greinasvið á vefsíðu ráðuneytisins. Honum er bætt aftan við almenna hluta námskrárinnar sem heitir nú: Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 og greinasvið 2013. Lögformleg útgáfa verður birt í stjórnartíðindum fljótlega. Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig.

Nánar...

15. mar. 2013 : Sveitarstjórnarmenn eiga að hafa skoðun á skólamálum

Aldis

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, gerði breytingar í skólastarfi að umræðuefni í ræðu sem hún flutti á landsþingi sambandsins í morgun. Taldi hún ósanngjarnt þegar því væri haldið fram að sveitarstjórnarmenn hafi ekki vit á hinu eða þessu atriðinu af því að þeir væru ekki „fagmenn“ í viðkomandi grein.

Nánar...

04. mar. 2013 : Eru horfur dökkar í menntun á Íslandi og hún dalandi?

krakkar-i-skola

Nýverið lét Kennarasamband Íslands prenta veggspjöld frá Alþjóðasambandi kennara (EI) sem trúnaðarmönnum í skólum var falið að koma fyrir á áberandi stað í skólunum. Spjöldin draga upp afar neikvæða og dapra mynd af stöðu og framtíðarhorfum til menntunar. Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar sendi stjórnendum leik- og grunnskóla þar í bæ leiðbeinandi tilkynningu af þessu tilefni sem hér er vakin athygli á.

Nánar...