Fréttir og tilkynningar: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2013 : Dagur leikskólans - 6. febrúar

Leikskolaborn_litil

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjötta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

25. jan. 2013 : Kynning á tillögu nefndar um frumvarp til laga um tónlistarskóla

Trompetleikari_litil

Nefnd um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, hefur lokið störfum og afhent Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu sína að frumvarpi til laga um tónlistarskóla.Frumvarpstillagan fer nú í opið samráðsferli á vef ráðuneytisins til þess að gefa öllum kost á að kynna sér efni hennar og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin til 6. febrúar 2013.

Nánar...

22. jan. 2013 : Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla 2013

Grunnskoli

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla árið 2013. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir að samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði skuli lögð fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla. Jafnframt er kveðið á um að nemendur 10. bekkjar skuli á fyrri hluta skólaársins þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði.

Nánar...

22. jan. 2013 : Menntadagur iðnaðarins

Menntadagur iðnaðarins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 24. janúar kl. 9.00-12.00. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins „Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni“ eða GERT, sem er heiti aðgerðaráætlunar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

Nánar...

11. jan. 2013 : Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Nemendur

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2013-2014. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2013.

Nánar...

11. jan. 2013 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði

growth

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

08. jan. 2013 : GERT – Grunnmenntun eflt í raunvísindum og tækni

Ungt-folk

Starfshópur mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins (SI) sem settur var á laggirnar að frumvæði þeirra síðasttöldu hefur skilað af sér aðgerðaáætlun með tillögum að leiðum til að kveikja áhuga 10-15 ára nemenda grunnskólans á viðfangsefnum tengdum raunvísindum og tækni.

Nánar...

03. jan. 2013 : Samstarf skóla og barnaverndar

SIS_Skolamal_760x640

Vakin er athygli á ráðstefnu sem haldin var þann 29. maí 2012 á Grand Hótel Reykjavík um mikilvægi samstarfs skóla og barnaverndar. Að ráðstefnunni stóðu Barnaverndarstofa í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Nánar...