Fréttir og tilkynningar: 2012 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

22. maí 2012 : Samvinna skóla og barnaverndar

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um Samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:00-16:15. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Nánar...

11. maí 2012 : Úthlutað úr Sprotasjóði

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013 og hafa allir styrkþegar fengið formlegt svarbréf.  Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

11. maí 2012 : Könnun meðal skólastjóra grunnskóla á dagsetningum samræmdra könnunarprófa

Fyrirspurn

Á undanförnum árum hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsmatsstofnun, sem sér um framkvæmd prófanna, fengið nokkrar kvartanir frá skólastjórum um að dagsetningar samræmdra könnunarprófa í september hafi rekist á við aðra viðburði í viðkomandi sveitarfélagi og þá fyrst og fremst réttir í dreifbýli.

Nánar...

26. apr. 2012 : Samkomulag um eflingu grunnmenntunar í tækni- og raunvísindum

undirritun-samkomulags-um-samstarf
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um eflingu menntunar í tækni og raunvísindum á miðstigi grunnskóla.  Samstarfsaðilar eru Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Námsmatsstofnun. Þessir aðilar munu leggja fram fé og mannafla til að vinna greiningu á núverandi stöðu menntunar í tækni- og raunvísindum hér á landi og í samanburði við önnur lönd. Nánar...

26. apr. 2012 : Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi

Hnotturinn_vef

Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi hefur eins og á Íslandi verið að breytast undanfarin ár m.t.t. aukinnar valddreifingar og þar með aukinnar ábyrgðar skólanefnda/fræðslustjórnenda í sveitarfélögum (e. School governance) á framkvæmd skólastarfs.  Niðurstöður úr ytra mati á skólum í Englandi hafa leitt í ljós mikilvægi skólanefnda/fræðslustjórnenda í að stuðla að auknum gæðum í skólastarfi og í nýlegri skýrslu sem er aðgengileg á neðangreindri slóð, eru dregnir fram lykilþættir sem einkenna skólanefndir/fræðslustjórnendur sem hafa náð afburða árangri.

Nánar...

26. apr. 2012 : Leiðbeiningar og verklagsreglur vegna reglugerðar um ábyrgð og skyldur

mappa

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040 frá 2011 kallar á leiðbeiningar og verklagsreglur. Á upplýsingavef Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þær verið gerðar aðgengilegar á einum stað. Frekara stuðningsefni verður bætt við síðuna eftir því sem ástæða þykir til.

Nánar...

27. mar. 2012 : Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála

eineltisplakat2010
Vakin er athygli á að mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti þann 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um  ábyrgð og skyldur  skólasamfélagsins  í grunnskólum. Nánar...

23. mar. 2012 : Mál tónlistarskólanna í óásættanlegri stöðu

Halldor
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fór hörðum orðum um þá stöðu sem tónlistarskólarnir eru í eftir samkomulag sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga á vordögum 2011. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir að ríkið  tæki að sér að standa undir útgjöldum vegna framhaldsnáms í söng og hljóðfæraleik auk miðstigs í söngnámi. Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

16. mar. 2012 : Skólaganga fósturbarna og viðurkenning grunnskóla

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent út til umsagnar tvenn reglugerðardrög vegna laga um grunnskóla nr. 91/2008. Annars vegar er um að ræða breytingar á reglugerð við 43. gr. laganna um viðurkenningu á grunnskólum sem reknir eru af öðrum aðilum en sveitarfélögum með viðbótum um skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan, skv. heimild í 46. gr. laganna. Hins vegar er ný reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum, skv. nýrri heimild í framangreindum lögum.

Nánar...
Síða 3 af 5