Fréttir og tilkynningar: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

09. okt. 2012 : Um ábyrgð aðila í félags- og tómstundastarfi

SIS_Skolamal_760x640

Árið 2010 gaf menntamálaráðuneytið út álitsgerð dr. Ragnhildar H. Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík um ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og ungu fólki í skipulögðu félags- og tómstundastarfi, bæði innan hefðbundins félagsstarfs, í ferðum og öðru starfi.

Nánar...

01. okt. 2012 : Skólaskýrsla 2012

SIS_Skolamal_760x640

Skólaskýrsla 2012 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2011 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.

Nánar...

24. sep. 2012 : Alþjóðadagur eldri borgara

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640
Árið 2012 er tileinkað öldruðum í Evrópu. Megináherslan er á að auka virkni og færni aldraðra, bæta menntun og brúa kynslóðabilið. Stjórnvöld í Evrópu hafa beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum í tilefni af Evrópuári aldraðra. Nánar...

06. sep. 2012 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2013–2014

SIS_Skolamal_760x640

Stjórn Námsleyfasjóðs hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2013–2014. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi. Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2012.

Nánar...

24. ágú. 2012 : Starf sérfræðings í skólamálum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skólamálum á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins. Starf sérfræðings felst m.a. í að starfa ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólamálanefnd, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Námstefna á Akureyri 12. október

Hnotturinn_vef

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands efna til sameiginlegrar námsefnu á Akureyri 12. október nk. Er það liður í því að efla tengsl og samskipti milli stjórnenda skóla í sveitarfélögum, skólaskrifstofa, sveitarstjórna og forsvarsmanna skóla- og fræðslunefnda.

Nánar...

16. ágú. 2012 : Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina

Nam
Málþing mennta- og menningarmálaráðuneytis í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands  um grunnþætti í nýrri menntastefnu verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst nk. Nánar...

04. júl. 2012 : Lokaskýrsla tilraunaverkefnis um ytra mat á grunnskólum

SIS_Skolamal_760x640

Tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólum er nú lokið og hefur verið tekin saman skýrsla þar sem annars vegar er gerð grein fyrir heildarniðurstöðum verkefnisins út frá þeim viðmiðum sem lögð voru til grundvallar og hins vegar eru kynnt viðhorf nokkurra hagsmunaaðila til ytra matsins og framkvæmdar þess. 

Nánar...

26. jún. 2012 : Reykjavíkurborg samþykkir aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

reykjavik

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 19. júní sl. Hún miðar að því að nýta sem best þær leiðir sem Reykjavíkurborg hefur yfir að ráða til að fyrirbyggja ofbeldi og styðja við þolendur ofbeldis. Í henni felast aðgerðir um aðstoð

Nánar...

05. jún. 2012 : Ráðstefna um grunnþætti í nýrri menntastefnu

Ungt-folk

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands efna til ráðstefnu 31. ágúst nk. um grunnþætti í nýrri menntastefnu. Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011.

Nánar...
Síða 2 af 5