Fréttir og tilkynningar: október 2012

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2012 : Skólaskýrsla 2012 á rafrænu formi

Skolaskyrsla_forsida12

Skólaskýrsla 2012 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

25. okt. 2012 : Vaxtarsprotar í skólastarfi

Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin í Lækjarskóla í Hafnarfirði 9.–10. nóvember 2012.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Sprotasjóð mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nánar...

12. okt. 2012 : Stofnun fagráðs um starfsþróun kennara

Nemendur

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara boðar til málþings þann 18. október 2012 kl. 14:30-16:30. Á málþinginu mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynna um stofnun fagráðs um starfsþróun kennara og síðan heldur John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og forstöðumaður „Leadership for Learning“ netsins í Camebridge erindi.

Nánar...

11. okt. 2012 : Jafnréttisfræðsla fyrir kennara og starfsfólk í Reykjavík

reykjavik

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Nánar...

09. okt. 2012 : Um ábyrgð aðila í félags- og tómstundastarfi

SIS_Skolamal_760x640

Árið 2010 gaf menntamálaráðuneytið út álitsgerð dr. Ragnhildar H. Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík um ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og ungu fólki í skipulögðu félags- og tómstundastarfi, bæði innan hefðbundins félagsstarfs, í ferðum og öðru starfi.

Nánar...

01. okt. 2012 : Skólaskýrsla 2012

SIS_Skolamal_760x640

Skólaskýrsla 2012 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2011 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.

Nánar...