Fréttir og tilkynningar: ágúst 2012

Fyrirsagnalisti

24. ágú. 2012 : Starf sérfræðings í skólamálum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skólamálum á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins. Starf sérfræðings felst m.a. í að starfa ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólamálanefnd, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Námstefna á Akureyri 12. október

Hnotturinn_vef

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands efna til sameiginlegrar námsefnu á Akureyri 12. október nk. Er það liður í því að efla tengsl og samskipti milli stjórnenda skóla í sveitarfélögum, skólaskrifstofa, sveitarstjórna og forsvarsmanna skóla- og fræðslunefnda.

Nánar...

16. ágú. 2012 : Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina

Nam
Málþing mennta- og menningarmálaráðuneytis í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands  um grunnþætti í nýrri menntastefnu verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst nk. Nánar...