Fréttir og tilkynningar: mars 2012

Fyrirsagnalisti

27. mar. 2012 : Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála

eineltisplakat2010
Vakin er athygli á að mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti þann 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um  ábyrgð og skyldur  skólasamfélagsins  í grunnskólum. Nánar...

23. mar. 2012 : Mál tónlistarskólanna í óásættanlegri stöðu

Halldor
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fór hörðum orðum um þá stöðu sem tónlistarskólarnir eru í eftir samkomulag sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga á vordögum 2011. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir að ríkið  tæki að sér að standa undir útgjöldum vegna framhaldsnáms í söng og hljóðfæraleik auk miðstigs í söngnámi. Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

16. mar. 2012 : Skólaganga fósturbarna og viðurkenning grunnskóla

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent út til umsagnar tvenn reglugerðardrög vegna laga um grunnskóla nr. 91/2008. Annars vegar er um að ræða breytingar á reglugerð við 43. gr. laganna um viðurkenningu á grunnskólum sem reknir eru af öðrum aðilum en sveitarfélögum með viðbótum um skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan, skv. heimild í 46. gr. laganna. Hins vegar er ný reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum, skv. nýrri heimild í framangreindum lögum.

Nánar...

12. mar. 2012 : Engilráð í alla leikskóla landsins

Engilrad-andarungi

Fimmtudaginn 8. mars afhenti Halldór Halldórsson formaður sambandsins Sjónarhóli styrk uppá 363 þúsund krónur. Þessa fjármuni fékk sambandið frá Félagi leikskólakennara á degi leikskólans, 6. febrúar sl. Er fjárhæðin afrakstur styrktartónleika sem FL stóð fyrir í sumar í aðdraganda boðaðs verkfalls leikskólakennara. 

Nánar...