Fréttir og tilkynningar: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

29. feb. 2012 : Nýjar viðmiðunarreglur vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags

Leikskolaborn_litil

Stjórn sambandsins samþykkti á fundi sínum 24. febrúar sl. nýjar viðmiðunarreglur vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags. Um er að ræða reglur sem  gilda eiga út árið 2012. Sérstök athygli er vakin á þeirri breytingu að nú er gjaldskrá viðmiðunarreglna miðuð við meðaltalsraunkostnað sveitarfélaga við leikskóladvöl barna.

Nánar...

28. feb. 2012 : Kennarar með kennsluréttindi hafa aldrei verið fleiri

Grunnskoli

Hagstofa Íslands birti í morgun niðurstöður mælinga er varða starfsfólk í grunnskólum. Í niðurstöðum mælinganna má sjá að hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur aldrei verið hærra en það hefur aukist frá því að vera 80-87% árin 1998-2008 í að að vera 95,5% haustið 2011.

Nánar...

07. feb. 2012 : Hátíðahöld víða um land í tilefni dags leikskólans

Formenn-og-born-litil

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur víða um land í gær, 6. febrúar. Leikskólabörn og starfsmenn leikskólanna gerðu sér dagamun með ýmsum hætti, sem dæmi má nefna að börnin í leikskólanum Undralandi á Flúðum fóru í verslunina á staðnum, sungu og hengdu upp listaverk.

Nánar...

06. feb. 2012 : Til hamingju með daginn!

Halldor_Halldorsson

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, í fimmta sinn frá því að til hans var stofnað árið 2008. Leikskólar um allt land halda upp á daginn með fjölbreyti­legum hætti að vanda og bjóða aðstandendur leikskólabarna, sveitarstjórnarfólk og aðra áhugasama um leikskólastarfið velkomna.

Nánar...