Fréttir og tilkynningar: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

27. jan. 2012 : Samstarfssamningur um rannsóknarverkefni í leikskólum undirritaður

krakkar-i-skola

Bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi  undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum. Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) undirritaði samninginn fyrir hönd RannUng.

Nánar...

24. jan. 2012 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði

skolabragur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

20. jan. 2012 : Viðmið og verklagsreglur unnar á grundvelli reglugerðar um ábyrgð og skyldu

Nam
Reglugerð nr. 1040/2011

um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum var gefin út 7. nóvember sl. Gert er ráð fyrir að gefnar séu út verklagsreglur vegna 7.gr. og almenn viðmið vegna 9.gr. og skv. 13. grein er Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimilt að taka saman leiðbeiningar.

Nánar...

18. jan. 2012 : Skólaskýrsla 2011 á rafrænu formi

Skolaskyrsla2011

Skólaskýrsla 2011 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2010 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.

Nánar...

18. jan. 2012 : Tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólum

krakkar-i-skola

Ytra mat á leik- og grunnskólum er lögbundið verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaga. Vorið 2011 lagði faghópur um ytra mat fram tillögu um útfærslu á ytra mati á grunnskólum, sameiginlegu verkefni ráðuneytis og sveitarfélaga.

Nánar...

10. jan. 2012 : Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Nemendur

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir. Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.

Nánar...

02. jan. 2012 : Skólaskýrsla 2011

Skolaskyrsla2011

Skólaskýrsla 2011 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...