Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

28. des. 2012 : Ný bókasafnalög samþykkt

Althingi_300x300p

Alþingi hefur samþykkt ný bókasafnalög, sem m.a. taka til allra almenningsbókasafna sem rekin eru af sveitarfélögunum. Eldri lög um almenningsbókasöfn falla samhliða úr gildi. Frumvarpið var unnið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna en í þeirri nefnd situr einn fulltrúi tilnefndur af sambandinu.

Nánar...

10. des. 2012 : Auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja úttekt á starfi leikskóla

krakkar-i-skola

Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum.  Afstaða skólaráðs viðkomandi skóla til úttektarinnar þarf að koma fram í umsókninni.

Nánar...

29. nóv. 2012 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 185 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2013-2014. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 35 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 19% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum hæfum einstaklingum, með áhugaverðar umsóknir varð að hafna.

Nánar...

28. nóv. 2012 : Dagur íslenskrar tónlistar

Trompetleikari_litil

Dagur íslenskrar tónlistar er laugardaginn 1. desember nk. Af því tilefni verður verkefnið „Syngjum saman“, sem hleypt var af stokkunum í fyrra endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með í þremur skemmtilegum lögum. Þar sem dagur íslenskrar tónlistar lendir nú á laugardegi verður hann haldinn hátíðlegur degi fyrr, föstudaginn 30. nóvember, þannig að sem flestir geti tekið þátt – þar með taldir skólar og tónmenntaskólar.

Nánar...

05. nóv. 2012 : Þjóðarsáttmáli gegn einelti

krakkar-i-skola

Þann 8. nóvember er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.

Nánar...

02. nóv. 2012 : Skýrsla stýrihóps um starfsþróun kennara

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands skipuðu samstarfsnefnd um símenntun kennara sem starfaði frá ágúst 2011 til október 2012. Samstarfsnefndin skipaði stýrihóp sem ætlað var að fylgja eftir þeim verkefnum sem nefndin hafði sett á oddinn í viljayfirlýsingu sinni.

Nánar...

30. okt. 2012 : Skólaskýrsla 2012 á rafrænu formi

Skolaskyrsla_forsida12

Skólaskýrsla 2012 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

25. okt. 2012 : Vaxtarsprotar í skólastarfi

Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin í Lækjarskóla í Hafnarfirði 9.–10. nóvember 2012.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Sprotasjóð mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nánar...

12. okt. 2012 : Stofnun fagráðs um starfsþróun kennara

Nemendur

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara boðar til málþings þann 18. október 2012 kl. 14:30-16:30. Á málþinginu mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynna um stofnun fagráðs um starfsþróun kennara og síðan heldur John MacBeath prófessor emeritus við Cambridge háskóla og forstöðumaður „Leadership for Learning“ netsins í Camebridge erindi.

Nánar...

11. okt. 2012 : Jafnréttisfræðsla fyrir kennara og starfsfólk í Reykjavík

reykjavik

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Nánar...
Síða 1 af 5