Fréttir og tilkynningar: október 2011

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2011 : Tímabundin störf í boði

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir til umsóknar tímabundin störf tveggja matsaðila til að vinna við sameiginlegt tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólastarfi.  Verkefnið er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nánar...

25. okt. 2011 : Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

undirritun simenntun kennara 2011

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara á öllum skólastigum neðan háskólastigs var stofnuð í sumar. Að nefndinni standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

24. okt. 2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Nánar...

17. okt. 2011 : Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga

SIS_Althjodamal_760x640

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.

Nánar...

10. okt. 2011 : Skólaþing sveitarfélaga 2011

Hugmyndir

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, kl. 9-16. Skólaþingið er ætlað kjörnum fulltrúum og framkvæmdarstjórnum sveitarfélaga, stjórnendum og starfsfólki skólaskrifstofa og skólastjórnendum.

Nánar...