Fréttir og tilkynningar: maí 2011

Fyrirsagnalisti

23. maí 2011 : Námskeiðahaldi lokið - námsefni komið á vefinn

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Frá því síðasta haust hefur Samband íslenskra sveitarfélaga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga. Alls var boðið uppá fjögur námskeið sem haldin voru víðs vegar um land í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Nánar...

13. maí 2011 : Samningur um eflingu tónlistarnáms undirritaður

Undirritun-samnings-um-tonlistarskola-a-hlid

Í hádeginu í dag var undirritað samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkissins um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Með samkomulaginu tekur ríkissjóður yfir kostnað vegna kennslu í söngnámi á mið- og framhaldsstigi og hljóðfæranámi á framhaldsstigi. Heildaraukning á fjárframlögum til málaflokksins nemur alls um 250 m.kr.

Nánar...

13. maí 2011 : Samkomulag um eflingu tónlistarnáms

Tonlistarkennsla
Í dag verður gengið frá samkomulagi á milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Undirritunin mun fara fram í tónlistarhúsinu Hörpu í hádeginu. Nánar...

12. maí 2011 : Kynning á skólavog

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til kynningar á Skólavoginni og mögulegu samstarfi við Norðmenn mánudaginn 23. maí á Grand Hótel. Kynningin byrjar kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 16:00. Á kynningunni munu tveir fulltrúar frá norska sveitarfélagasambandinu kynna sitt kerfi. Erindi þeirra verða flutt á ensku, en glærur þeirra verða sendar til skráðra þátttakenda á íslensku fyrir kynninguna. Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Nánar...

10. maí 2011 : Nám er vinnandi vegur - opin námskynning í Laugardalshöll

namervinnandivegur_merki

Opin námskynning verður haldin í Laugardalshöll, fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 11-16. Námskynningin er opin öllum sem hafa áhuga á að kynna sér nýja námsmöguleika í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. 

Nánar...

06. maí 2011 : Námskeið sem nýtist öllum skólanefndum haldið íReykjavík

Grunnskoli

Námskeið sem nýst getur öllum skólanefndum verður haldið í Reykjavík 6. maí nk. Námskeiðið er hugsað fyrir höfuðborgarsvæðið og þær skólanefndir og aðra starfsmenn sveitarfélaga sem ekki hafa haft tök á að mæta á námskeið í sínum landshluta.

Nánar...