Fréttir og tilkynningar: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

24. feb. 2011 : Margþættur ávinningur af þátttöku í Skólavoginni

Hnotturinn_vef

Kynningarbæklingur um Skólavogina er kominn út. Ávinningur sveitarfélaga af þátttöku í Skólavoginni er margþættur. Með Skólavoginni er unnt að bera saman lykiltölur um skólahald samræmt á milli skóla og/eða sveitarfélaga. Skólavogin byggir á norskri aðferðafræði og nú býðst íslenskum sveitarfélögum aðgangur að norska kerfinu. Verði nægur áhugi fyrir hendi mun sambandið standa að frekari kynningu fyrir viðkomandi sveitarfélög á árinu 2011.

Nánar...

03. feb. 2011 : Undirbúningsferli vegna sameiningar og samreksturs í skólum borgarinnar

SIS_Skolamal_760x640

Menntaráð Reykjavíkur vinnur nú samkvæmt markvissu samráðsferli við undirbúning sameiningar og samreksturs í skólaumhverfi Reykjavíkurborgar.  Sérstakur verkefnisstjóri hóf ferlið á því að ræða einslega við 124 stjórnendur, þ.e. skólastjóra grunn- og leikskóla, sem og deildarstjóra barnastarfs ÍTR og forstöðumenn frístundamiðstöðva.

Nánar...

01. feb. 2011 : Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 4. febrúar nk.

Dagur-leikskolans

Dag leikskólans, 6. febrúar, ber nú upp á sunnudag, og verður haldinn  hátíðlegur í leikskólum landsins nk. föstudag 4. febrúar. 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla hrundu verkefninu af stað.

Nánar...