Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

28. jan. 2011 : Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla á árinu 2011

SIS_Skolamal_760x640

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Nánar...

20. jan. 2011 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunar-verkefna skólaárið 2011-2012. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011.Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum.

Nánar...

14. jan. 2011 : Styrkir úr Æskulýðssjóði

skolabragur

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 70/2007 og reglum nr. 60/2008. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2011 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er fjalla um mannréttindafræðslu og lýðræðislega þátttöku ungmenna í samfélaginu svo og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Nánar...

12. jan. 2011 : Verkefnasamkeppni um umhverfismál meðal grunnskólabarna

krakkar-i-skola

Umhverfisráðuneytið hefur boðað til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Nánar...