Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

29. des. 2011 : Samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsins ehf. vegna Skólavogar

Undirskrift_allir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn ehf. hafa gert með sér samning um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogarinnar.  Samningurinn er gerður til fimm ára.  Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í Skólavoginni geta haft samband við Skólapúlsinn ehf.

Nánar...

19. des. 2011 : Skýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2009-2011

SIS_Skolamal_760x640

Út er komin skýrsla undaþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárin 2009-10 og 2010-11. Í skýrslunni má einnig finna samanburð á fjölda umsókna frá tímabilinu 2002-3 og til 2010-2011 ásamt samanburði milli landshluta.

Nánar...

23. nóv. 2011 : Úttektir á leik- og grunnskólum

Nam

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á vormisseri 2012, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum.

Nánar...

09. nóv. 2011 : Kaflaskil í innleiðingu grunnskólalaga

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt nýsetta reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Reglugerðin er aðgengileg á vefnum ásamt frétt ráðuneytisins þar sem sérstaklega er vikið að því nýmæli að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu til að fyrirbyggja einelti.

Nánar...

04. nóv. 2011 : Fjölmennt skólaþing sveitarfélaga

Skolathing2011
Skólaþing sveitarfélaga 2011 var sett á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Alls eru um 230 fulltrúar á skólaþinginu og koma þeir víða að af landinu. Á þinginu eru fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum, fulltrúar í skólanefndum, sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélagana. Nánar...

31. okt. 2011 : Tímabundin störf í boði

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir til umsóknar tímabundin störf tveggja matsaðila til að vinna við sameiginlegt tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólastarfi.  Verkefnið er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nánar...

25. okt. 2011 : Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

undirritun simenntun kennara 2011

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara á öllum skólastigum neðan háskólastigs var stofnuð í sumar. Að nefndinni standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

24. okt. 2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Nánar...

17. okt. 2011 : Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga

SIS_Althjodamal_760x640

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.

Nánar...

10. okt. 2011 : Skólaþing sveitarfélaga 2011

Hugmyndir

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, kl. 9-16. Skólaþingið er ætlað kjörnum fulltrúum og framkvæmdarstjórnum sveitarfélaga, stjórnendum og starfsfólki skólaskrifstofa og skólastjórnendum.

Nánar...
Síða 1 af 4