Fréttir og tilkynningar: 2011
Fyrirsagnalisti
Samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsins ehf. vegna Skólavogar

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn ehf. hafa gert með sér samning um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogarinnar. Samningurinn er gerður til fimm ára. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í Skólavoginni geta haft samband við Skólapúlsinn ehf.
Nánar...Skýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2009-2011

Út er komin skýrsla undaþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárin 2009-10 og 2010-11. Í skýrslunni má einnig finna samanburð á fjölda umsókna frá tímabilinu 2002-3 og til 2010-2011 ásamt samanburði milli landshluta.
Nánar...Úttektir á leik- og grunnskólum

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á vormisseri 2012, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum.
Nánar...Kaflaskil í innleiðingu grunnskólalaga

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt nýsetta reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Reglugerðin er aðgengileg á vefnum ásamt frétt ráðuneytisins þar sem sérstaklega er vikið að því nýmæli að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu til að fyrirbyggja einelti.
Nánar...Fjölmennt skólaþing sveitarfélaga

Tímabundin störf í boði

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir til umsóknar tímabundin störf tveggja matsaðila til að vinna við sameiginlegt tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólastarfi. Verkefnið er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Nánar...Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara á öllum skólastigum neðan háskólastigs var stofnuð í sumar. Að nefndinni standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánar...Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.
Nánar...Comenius Regio tengslaráðstefna – tenging skólastiga

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.
Nánar...Skólaþing sveitarfélaga 2011

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, kl. 9-16. Skólaþingið er ætlað kjörnum fulltrúum og framkvæmdarstjórnum sveitarfélaga, stjórnendum og starfsfólki skólaskrifstofa og skólastjórnendum.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða