Fréttir og tilkynningar: desember 2010

Fyrirsagnalisti

29. des. 2010 : Skólaskýrsla 2010 er komin út á rafrænu formi

KAPA_Skolaskyrsla

Skólaskýrsla 2010 er nú komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

16. des. 2010 : Rafrænt samráð menntaráðs við skólaráðin í borginni

reykjavik

Menntasvið Reykjavíkurborgar innleiddi nýtt vinnulag við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2011 sem byggir á aðgerðaáætlun menntaráðs í skólamálum. Menntaráð borgarinnar hefur sömu stöðu og skóla- og fræðslunefndir annarra sveitarfélaga. Voru skólastjórnendur og skólaráð beðin um að kynna sér stefnuþætti menntaráðs í skólamálum og svara nokkrum spurningum þar að lútandi.

Nánar...

07. des. 2010 : Íslenskir nemendur bæta lesskilning sinn í PISA 2009

Nam

PISA (Programme for International Student Assessment) er umfangsmikil alþjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði, stærðfræði og þrautalausnum. Niðurstöður PISA rannsóknarinnar fyrir árið 2009 liggja nú fyrir. Loks virðist hafa tekist að snúa við þeirri óheillaþróun í lesskilningi meðal íslenskra nemenda sem PISA hefur mælt undafarinn áratug og þeir bætt stöðu sína umtalsvert frá síðustu mælingu sem fram fór árið 2006.

Nánar...

06. des. 2010 : Skólaskýrsla 2010 er komin út

Út er komin Skólaskýrsla 2010. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Eitt eintak er sent á öll sveitarfélög án endurgjalds og að auki á allar skólaskrifstofur. Skólaskýrsla 2010 er fáanleg hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga gegn vægu gjaldi, eða 500 kr.

Til að panta eintak af Skólaskýrslu 2010 er bent á að hafa samband við Valgerði Ágústsdóttur, sérfræðing á hag- og upplýsingasviði valgerdur@samband.is

 

Nánar...

01. des. 2010 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2011-2012

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2011-2012 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 163 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2011-2012. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 32 námsleyfi. Aðeins var því hægt að fallast á tæplega 20% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum hæfum einstaklingum, með áhugaverðar umsóknir varð að hafna.

Nánar...