Fréttir og tilkynningar: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

19. nóv. 2010 : PISA niðurstöður fyrir Ísland

Grunnskoli

Út er komin hjá Námsmatsstofnun skýrslan Staða íslenskra grunnskóla – Námsárangur og skýringarþættir í PISA 2006. Þar er greint frá stöðu og þróun námsárangurs íslenskra 15 ára nemenda hvað varðar lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi samkvæmt niðurstöðum PISA.

Nánar...

10. nóv. 2010 : Ný rannsókn um hagi og líðan ungs fólks á Norðurlöndunum

haldast-i-hendur_72

Rannsóknir og greining lauk nýverið samanburðarrannsókn meðal 16 – 19 ára nemenda á Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Rannsóknin heitir  ,,The Nordic Youth Research“ og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni en unnin að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Nánar...

08. nóv. 2010 : Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum

Nam

Hagstofa Íslands hefur reiknað út meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum, skv. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og 6. gr. reglugerðar um viðurkenningu grunnskóla og lágmarksframlög úr sveitarsjóði til slíkra skóla nr. 320 frá 26. mars 2007.

Nánar...

04. nóv. 2010 : Óskað eftir tilnefningum til Starfsmenntaverðlauna 2010

skolabragur

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir tilnefningum til Starfsmenntaverðlauna 2010. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

Nánar...

03. nóv. 2010 : Lokafundur í fræðslufundaröð um einelti

eineltisplakat2010

Síðasti borgarafundur í fræðslufundaröð um einelti og aðgerðir gegn því verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í kvöld, miðvikudag 3. nóvember, og hefst hann kl. 20:00. Alls hafa verið haldnir 10 vel sóttir og áhugaverðir fundir vítt og breitt um landið.

Nánar...

02. nóv. 2010 : Forvarnadagurinn haldinn í 5. sinn

forvarnardagurinn_logo_liti

Forvarnardagur að frumkvæði forseta Íslands er nú haldinn í 5. skiptið, miðvikudaginn 3. nóvember. Á forvarnardaginn fara fram umræður og verkefnavinna nemenda í 9. bekkjum grunnskóla út um allt land sem snýst um að finna út hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs til þess koma í veg fyrir neyslu áfengis og annarra vímuefna meðal ungmenna.

Nánar...

01. nóv. 2010 : Skólabragur, málstofa um skólamál. Bein útsending

SIS_Skolamal_190x160

Í dag fer fram málstofa um skólamál undir yfirskriftinni Skólabragur. Bein útsending verður frá málstofunni sem hefst kl. 9.30 og lýkur um kl. 15.30. Tengill á beina útsendingu.


Nánar...