Fréttir og tilkynningar: október 2010

Fyrirsagnalisti

27. okt. 2010 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

pusl

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

26. okt. 2010 : Skólabragur - Málstofa um skólamál

skolabragur

Næstkomandi mánudag, 1. nóvember, gengst Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málstofu um skólamál í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ). Málstofan er öllum opin.

Nánar...

25. okt. 2010 : Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum

svort_hond

Komin er út skýrsla með niðurstöðum könnunar meðal fagfólks í grunnskólum á stöðu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Var könnunin lögð fyrir vorið 2009 og var svarhlutfall 82,4 %.

Nánar...

20. okt. 2010 : Ísland ver mestu fjármagni til leik- og grunnskólastigsins samanborið við önnur OECD lönd

Nam

OECD gefur árlega út skýrsluna, Education at a Glance, um stöðu og þróun menntamála meðal 33 aðildarlanda og er 2010 skýrslan nú komin út. Rétt er að geta þess að mið er tekið af stöðu mála eins og þau stóðu árin 2007 og 2008.

Nánar...

19. okt. 2010 : Úrskurður um gjaldtöku í leikskóla

Leikskoli1

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nýlega kveðið upp úrskurð í máli sem varðaði gjaldtöku fyrir barn í leikskóla. Tildrög málsins voru þau að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2009, fyrir sex deilda leikskóla í sveitarfélagi á Norðurlandi, varð ljóst að grípa þurfti til róttækra aðgerða til þess að endar næðu saman í rekstri skólans.

Nánar...

11. okt. 2010 : Um ábyrgð í félags- og tómstundastarfi

SIS_Skolamal_760x640

Komin er út álitsgerð dr. Ragnhildar H. Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík um ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og ungu fólki í skipulögðu félags- og tómstundastarfi. Þetta á bæði við innan hefðbundins félagsstarfs, í ferðum og öðru starfi.

Nánar...