Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

17. mar. 2020 : Beiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra

Líkt og fram kemur í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur heilbrigðisráðherra veitt undanþágu ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarnaráðstafana.

Nánar...

16. mar. 2020 : Höldum heilbrigðum börnum í skóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

Nánar...

15. mar. 2020 : Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf

PISA-konnun

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:

Nánar...

13. mar. 2020 : Tilkynning varðandi starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Nam

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Nánar...

12. mar. 2020 : Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Rett_Blatt_Stort

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Nánar...

11. mar. 2020 : Kennsla heldur áfram

Three-children-alice-thumb

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna. Ráðuneytið minnir á að þrátt fyrir að yfirlýst neyðarstig almannavarna hafi bein og óbein áhrif á skólastarf í landinu þá er skólastarf í fullum gangi víðast hvar.

Nánar...

08. mar. 2020 : Opið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna

Menntaverdlaun_endanleg

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni.

Nánar...

06. mar. 2020 : Leiðbeiningar til fræðsluaðila vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Þar sem neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar vekur mennta- og menningarmálaráðuneyti athygli fræðsluaðila á upplýsingum í landsáætlun sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra þar sem fjallað er um skólahald, sjá bls. 70.

Nánar...

02. mar. 2020 : Opið fyrir umsóknir vegna samstarfsverkefnis sambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins

20190713_225148

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.

Nánar...

26. feb. 2020 : Nýir tímar í starfs- og tækninámi

Fundur-i-stjr

Þriðjudaginn 25. febrúar sl. undirrituðu formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Samtaka iðnaðarins aðgerðaráætlun er auka á áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun.

Nánar...
Síða 1 af 10