12. sep. 2017

Skipulagsdagurinn 2017

  • SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðgarður á miðhálendinu er á meðal þess sem rætt var um á Skipulagsdeginum, sem fram fór í Gamla bíói þann 15. september sl. Þar ræddi Mauricio Duarte Pereira, hönnuður á dönsku arkitektastofunni Gehl, um borgarskipulagsmál undir yfirskriftinni „Places are like people“ eða Staðir eru eins og fólk.

Dagurinn hófst á setningarávarpi fulltrúa Bjartrar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Málefni hálendisins og þjóðgarða voru eitt helsta mál skipulagsdagsins, en alls fjölluðu þrír fyrirlesrar um þau mál. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti erindi sem hann nefndi Skipulag styður við nýtingu.

Lokaorðin átti dr. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við Háskóla Ísland, sem í erindi sínu hugsaði bæði upphátt, skakkt og beint.