Viðbótarúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020.

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020.

Með fjárveitingunni, sem er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins, verður unnt að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum um allt land sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.

Alls hljóta 15 verkefni, til viðbótar við þau 33 verkefni sem tilkynnt var að fengju styrk úr sjóðnum í mars sl., brautargengi. Um er að ræða verkefni víðsvegar um landið sem sóttu um í sjóðinn við síðustu úthlutun en náðu ekki fram að ganga. Hæstu styrkina hljóta verkefnin Bifröst við Heimskautsgerði í Norðurþingi, 35.000.000 kr., og Hafnartangi á Bakkafirði - áningarstaður við ysta haf, 30.000.000 krónur.

Ferðamálastofa mun á næstunni hafa samband við styrkþega og gera við þá samninga um framkvæmd verkefnanna.