Ráðherra vill fara finnsku leiðina

Ásmundur Einar Daðason, húsnæðismálaráðherra, talaði fyrir „finnsku leiðinni“ á Húsnæðisþingi 2018, sem fram fór í gær. Sú leið felur í sér að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega á þeim framboðsskorti sem herjar á stórhöfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. Með stórhöfuðborgarsvæðinu á ráðherra við mun fleiri sveitarfélög en þau sem venjulega eru talin til þess og segir hann að viðræður séu þegar hafnar við nokkur af þeim.

Ásmundur Einar Daðason, húsnæðismálaráðherra, talaði fyrir „finnsku leiðinni“ á Húsnæðisþingi 2018, sem fram fór í gær. Sú leið felur í sér að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega á þeim framboðsskorti sem herjar á stórhöfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. Með stórhöfuðborgarsvæðinu á ráðherra við mun fleiri sveitarfélög en þau sem venjulega eru talin til þess og segir hann að viðræður séu þegar hafnar við nokkur af þeim.

Á húsnæðisþinginu lagði Ásmundur Einar fram skýrslu sína um stöðu og þróun húsnæðismála. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem ráðherra leggur fram slíka skýrslu, en ráðherra verður það framvegis skylt skv. nýjum lagaákvæðum samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Einnig voru samþykktar breytingar sem fela Íbúðalánasjóði að halda árlegt húsnæðisþingi um horfur í húsnæðismálum.

Í formála ráðherra að skýrslunni vísar hann til stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum sem byggist á því að öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu sé ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Allar fjölskyldur landsins eigi rétt á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði og að í öllum byggðum landsins eigi að vera nægilegt framboð af húsnæði. 

Til að þetta megi takast vinni stjórnvöld að ýmsum úrbótum í húsnæðismálum. Ráðherra nefnir nokkur verkefni sem verða í forgangi á næstu misserum og telur þar aðgerðir til að auka möguleika fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði þar sem horft verði sérstaklega til tekju- og eignaminnihópa, fjölgun hagkvæmra leiguíbúða, átak til uppbyggingar á landsbyggðinni og tilraunaverkefni sem Íbúðalánasjóður mun ráðast í á næstunni með allt að fjórum sveitarfélögum með það að markmiði að finna viðeigandi lausnir á húsnæðisvanda sveitarfélaga þar sem stöðnun hefur ríkt í húsnæðismálum.

En hver er finnska leiðin? Ráðherra gerði stuttlega grein fyrir henni í viðtali á RÚV í gær.

Með finnsku leiðinni vísar ráðherra til aðgerða til aðgerða sem finnsk stjórnvöld gripu til í húsnæðismálum með það fyrir augum að auka framboð á húsnæði á Stór-Helsinki svæðinu. finnska ríkið hafði frumkvæði að því að kalla sveitarfélögin á svæðinu saman og samdi gegn tilteknum ríkisskuldbindingum um byggingu 60 þús. íbúða á árunum 2016-2019.

Þessar áætlanir eru að sögn ráðherra að ganga eftir, vegna þess að menn hafi sest niður og rætt hvaða með hvaða móti leysa mætti húsnæðisvandann.

Ráðherra bendir jafnframt á að auka verður framboð á húsnæði bæði til leigu og sölu. Um skuldbindingar af hálfu ríkisins nefndi hann sem dæmi stofnframlög eða auknar framkvæmdir í samgönguinnviðum.

Næsta skref ráðherrans verður að kalla sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu að borðinu, allt frá Borgarnesi í vestri að Selfossi í austri.  Viðræður væru þegar hafnar við nokkur þeirra.

Við þurfum að ræða hvernig við getum sem samfélag leyst þetta? Þetta er vandamál okkar allra. Við þurfum aukið lóðaframboð, við þurfum að byggja meira.

Hvað landsbyggðirnar snertir kom fram hjá ráðherranum að þar felist vandinn í húsnæðisskorti, ekki lóðaskorti. Ráðuneytið sé með aðgerðir í undirbúningi sem miði að því að efla einnig þann fasteignamarkað utan stór-höfuðborgarsvæðisins.