08. nóv. 2010

Alþjóða skipulagsdagurinn

  • pusl

Alþjóða skipulagsdagurinn er í dag 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efla almenningsvitund um gildi og þýðingu skipulags og hvernig vönduð skipulagsvinna stuðlar að heilbrigðu og lifandi samfélagi.  Skipulagsverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti og voru þau fyrst veitt árið 2006.  Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem veitir verðlaunin í samvinnu við Skipulagsstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga (þ.e. við tilnefnum fulltrúa í dómnefnd)

Skipulagsverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands árið 2010 verða veitt á Alþjóðlega skipulagsdeginum 8. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagskrá verðlaunaafhendingar:

16.00-16.10:  Móttaka.
16.10-16.20:  Setning Skipulagsverðlauna 2008, Hjálmar Sveinsson.
16.20-16.30:  Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs  Reykjavíkurborgar.
16.30-16.40:  Tónlist. Guðmundur Freyr Hallgrímsson leikur á píanó.
16.40-17.00:  Dr. Bjarki Jóhannesson, formaður SFFÍ gerir grein fyrir niðurstöðum dómnefndar og afhendir verðlaun.
17.00:              Dagskrá lýkur.