10. sep. 2010

Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi

  • SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra skipulagslaga. Umhverfisnefnd Alþingis lagði alls til rúmlega 40 breytingartillögur við frumvarpið og var fallist á allmargar breytingatillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.

Frumvarp til mannvirkjalaga og frumvarp til laga um breytingar á lögum um brunavarnir verða hins vegar ekki að lögum á yfirstandandi þingi en stefnt er að lögfestingu þeirra þegar þing kemur saman að nýju í október. Er þannig gert ráð fyrir að aðskilnaður stjórnsýslu skipulags- og byggingarlaga taki gildi um næstu áramót þótt ekki hafi tekist að afgreiða öll þrjú frumvörpin nú.

Önnur frumvörp sem tengjast skipulagsgerð sveitarfélaga verða ekki afgreidd á yfirstandandi þingi. Þar má nefna frumvarp til umferðarlaga, frumvarp til laga um stjórn vatnamála og frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Umsagnir sambandsins um öll framangreind frumvörp má nálgast hér á vef sambandsins.

Í meðfylgjandi kynningu sem lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur útbúið er gerð grein fyrir helstu nýmælum sem felast í frumvarpinu og þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð þess á Alþingi.