07. sep. 2010

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

  • SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verður haldinn í Reykholti, Borgarbyggð, 16. og 17. september nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 með ávarpi Stefáns Thors skipulagsstjóra. Skráning á fundinn er hafin á vef Skipulagsstofnunar.

Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga munu þeir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, og Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur flytja erindi á fundinum.

Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulags-, byggingar- og matsmálum og fer skráning á fundinn fram á vef Skipulagsstofnunar á slóðinni: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/atburdir/nr/227.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en gistingu og kvöldverð (fimmtudagskvöld) þurfa þeir sjálfir að sjá um hver fyrir sig, s.s. panta og greiða. Vinsamlegast sendið pöntun á netfangið: reykholt@fosshotel.is fyrir 10. september og setjið "vegna Skipulagsstofnunar" í viðfangið.

Dagskrá fundarins.