04. jún. 2010

Skýrsla starfshóps um sameiningu á norðanverðum Vestfjörðum

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Starfshópur þriggja sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps var settur á laggirnar í október 2009. Tilgangur nefndarinnar var að kanna kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin þrjú. Var við það miðað að verkefnið tæki 100 daga.

Á grundvelli þeirrar vinnu sem fram fór er það álit nefndarinnar að niðurstaðan um það hvort sameining sveitarfélaga sé fýsilegur kostur eða ekki sé ekki einhlít. Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Sameining sveitarfélaganna leiðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélaganna um sem nemur 24 m.kr. á ári.
  • Úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa áhrif á fjárhagslega niðurstöðu og að óbreyttu lækkar það árlegan ábata sameiningar þessara sveitarfélaga um 30 m.kr.
  • Sameinað sveitarfélag verður öflugri stjórnsýslueining og hefur forsendur til að veita sérhæfðari þjónustu.
  • Hætt er við að sameining leiði til þess að það dragi úr fjölbreytni atvinnulífs í smærri samfélögunum. Tryggja þyrfti fjölbreytni atvinnulífs í þessum samfélögum ef til sameiningar kæmi.