21. okt. 2014

Staðsetning starfa ríkisins og þjónustustarfa fyrirtækja

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Þjónustuþættir á landinu eru flestir á þeim stöðum sem flesta hafa íbúana – og þar með á sömu stöðum og flest hafa ríkisstörf. Þetta er í grófum dráttum niðurstaða könnunar á staðsetningu þjónustustarfa fyrirtækja og samanburður á henni og niðurstöðum á könnun á staðsetningu starfa ríkisins. Báðar kannanir voru gerðar á árinu 2014 af landshlutasamtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélögum á Norðurlandi eystra í samráði við Byggðastofnun. 

Náði könnunin til 58 þjónustuþátta, skipt í átta þjónustusvið sem spanna bæði þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Reykjavík hefur alla 58 þjónustuþætti og fjórir aðrir bæir hafa 50 þætti eða fleiri.

Þá hafa landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög í samstarfi við Byggðastofnunar kannað staðsetningu ríkisstarfa. Nær þessi könnun til allra stofnana ríkisins og hlutafélaga sem ríkið á að meirihluta.Þá hafa

Sú könnun er liður í greiningu á þjónustusvæðum og þjónustustöðum til undirbúnings stefnumótunar fyrir þjónustu ríkisins í byggðaáætlun.

Nánar má lesa um allar kannanirnar á vef Byggðastofnunar.