13. des. 2012

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (auglýsing deiliskipulags)

  • SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 með síðari breytingum. Í frumvarpinu er frestur sveitarfélaga til að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda lengdur úr þremur mánuðum í eitt ár en á móti kemur að verði deiliskipulagið ekki auglýst á því tímamarki þá teljist það ógilt í samræmi við 41. grein laganna.

Samsvarandi breyting er lögð til vegna auglýsinga á óverulegum breytingum á deiliskipulagi, hafi auglýsing þess efnis ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá samþykki sveitarstjórnar telst breytingin ógild.

Frumvarpið á vef Alþingis.