03. maí 2012

Erindi frá samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640


Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga var að þessu sinni haldinn á Hellu dagana 26.-27. apríl 2012. Fundurinn var ágætlega sóttur af hálfu sveitarfélaga enda var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Einnig var hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Upptökur af öllum erindum frá fundinum eru nú aðgengileg á heimasíðu sambandsins. Á meðal fjölmargra áhugaverðra erinda má nefna erindi Valtýs Valtýssonar, oddvita Bláskógabyggðar og fulltrúa sambandsins í ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu, um helstu áskoranir í skipulagsmálum sveitarfélaga. Björn Marteinsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands ræddi um þróun mannfjölda, íbúða, orkunotkun og skipulag,

Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, fjallaði um byggðaþróun á stór-höfuðborgarsvæðinu, Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, fjallaði um deiliskipulag og bótaskyldu sveitarfélaga, og Torfi Jóhannesson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, fjallaði um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa. Einnig fluttu sérfræðingar Skipulagsstofnunar, umhverfisráðuneytis og Þjóðskrár afar fræðandi erindi um fyrirhugaðar laga- og reglugerðabreytingar og fleiri málefni sem varða skipulagsmál.

Upptökur frá fundinum.