Fréttir og tilkynningar: september 2018

Fyrirsagnalisti

20. sep. 2018 : Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga í skipulagsmálum

Skipulagsdagurinn-2018-270

Skipulagsdagur sveitarfélaga fór fram við góðar undirtektir í dag, en þátttakendur voru hátt á þriðja hundrað manns. Tæpt var á helstu áskorunum og tækifærum sveitarfélaga í skipulagsmálum og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við í fjölbreyttri dagskrá dagsins.

Nánar...

20. sep. 2018 : Skipulagsdagurinn 2018 - bein útsending

Skipulagsdagurinn 2018 fer nú fram í Gamla bíói í Reykjavík. Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni. Nálgast má beint streymi hér á vef sambandsins.

Nánar...

13. sep. 2018 : Hvatt til víðtæks samráðs í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.

Nánar...

13. sep. 2018 : Framlög aukast mest til samgöngumála

Af verkefnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í fjárlagafrumvarpi næsta árs, aukast framlög til samgöngumála mest eða um 12,3% á milli ára. Rúmur helmingur rennur til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu eða um 23,5 milljarður króna.

Nánar...

05. sep. 2018 : Umsögn um þjóðgarðastofnun

Samband íslenskra sveitarfélaga telur brýnt að víðtæk sátt náist um nýja þjóðgarðastofnun í umsögn þess um frumvarp til laga um stofnunina, sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. Auk sambandsins hafa einstök sveitarfélög einnig veitt umsögn um málið.

Nánar...