Fréttir og tilkynningar: ágúst 2018

Fyrirsagnalisti

30. ágú. 2018 : Auglýsing um framlög úr byggðaáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni með varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar sett í forgang.

Nánar...

28. ágú. 2018 : Ráðherra kynnir skipulagsmálanefnd frumvarpsdrög um nýja Þjóðgarðsstofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti á fundi skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær drög að frumvarpi til laga um nýja ríkisstofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi.

Nánar...

23. ágú. 2018 : Samanburður á fasteignagjöldum heimila

Fasteignamat og fasteignagjöld hækkuðu samanlagt mest á Húsavík á milli áranna 2017 og 2018 eða um 43%. Byggðastofnun ber árlega saman fasteignagjöld heimila á 26 stöðum á landinu og eru nú samanburðarhæf gögn tiltæk allt frá árinu 2010.

Nánar...

13. ágú. 2018 : Hlutverk og staða landshlutasamtaka skilgreind

Starfshópi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur verið falið að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Nánar...

10. ágú. 2018 : Kynningarfundir um verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík þann 15. ágúst og 16. ágúst nk.

Nánar...