Fréttir og tilkynningar: maí 2018

Fyrirsagnalisti

14. maí 2018 : Umdeilt frumvarp um haf- og strandsvæðaskipulag

Vonbrigðum er lýst með, í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða, að ákvæði um svonefnd svæðisráð standi óbreytt frá síðasta löggjafarþingi, þegar frumvarpið var upphaflega lagt fram.

Nánar...

04. maí 2018 : Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.

Nánar...

02. maí 2018 : Öflugt, ábyrgt og sjálfbært fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.  Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein.

Nánar...