Fréttir og tilkynningar: febrúar 2018

Fyrirsagnalisti

26. feb. 2018 : Atvinnutekjur hæstar á Austurlandi

Breytingar-a-hlutdeild-atvinnugreina-i-atvinnutekjum

Talsverðar breytingar hafa orðið á atvinnutekjum landsmanna eftir atvinnugreinum og svæðum samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar vegna áranna 2008-2016. Heildaratvinnutekjur urðu í fyrsta sinn frá hruni meiri að raunvirði á ári en heildartekjur ársins 2008, en fram til ársins 2016 höfðu atvinnutekjur hvers árs verið lægri en rauntekjur þess árs. Þá voru meðalatvinnutekjur ársins 2016 hæstar á Austurlandi, sem er talsverð breyting frá árinu 2008,  þegar atvinnutekjur voru að meðaltali mestar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar...

23. feb. 2018 : Virkjun vindorku á Íslandi

Halldór Halldórsson, formaður, veitti í dag viðtöku fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar Virkjun vindorku á Íslandi. Í ritinu er vindorkustefna samtakanna lögð fram til kynningar og umræðu.

Nánar...

21. feb. 2018 : Samanburður á orkukostnaði heimila

Verulegur munur er á minnsta og mesta orkukostnaði heimila eftir landshlutum, óháð því hvort litið er til húshitunar eða raforkunotkunar. Þá virðist raforkunotendum almennt ekki ljóst, að þeim er heimilt að skipta við sölufyrirtæki að eigin vali, að því er kemur fram í samantekt Byggðastofnunar.

Nánar...

12. feb. 2018 : Fyrsta landsáætlunin um uppbyggingu innviða

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar hún um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun til þriggja ára. Umsagnarfrestur um drögin rennur út 26. febrúar nk. Þá gengst ráðuneytið jafnframt fyrir opnum kynningarfundi um landsáætlunina 15. febrúar nk.

Nánar...

01. feb. 2018 : Þjónusta opinberra aðila og einkaaðila kortlögð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur falið Byggðastofnun að vinna þjónustukort í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kortið á að sýna á aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila m.t.t. aðgerða sem þörf er á. Er það í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nánar...