Fréttir og tilkynningar: október 2017

Fyrirsagnalisti

19. okt. 2017 : Hvatt til frekari sameiningar á Austurlandi

Breiddalsvik

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri leggur til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð í nýútkominni skýrslu sem unnin var að beiðni sveitarfélagsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Opið fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð

Arsskyrsla-010

Er til byggð í sveitarfélaginu þínu sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis? Ef svo er, þá veitir húsafriðunarsjóður styrki til að vinna tillögur að slíkum verndarsvæðum.

Nánar...

11. okt. 2017 : Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar óbreyttur

Byggðastyrkur til verkefnisins Ísland ljóstengd verður óbreyttur á næsta ári, en styrknum er ætlað að styrkja stöðu strjálbýlla sveitarfélaga gagnvart samkeppnispotti fjarskiptasjóðs. Alls verður 550 m.kr. varið til ljósleiðaraframkvæmda sveitarfélaga.

Nánar...

03. okt. 2017 : Staða byggðamála í Noregi

Staða byggðamála í Noregi, norsk byggðastefna og aðgerðir í þágu landsbyggða er viðfangsefni nýrrar skýrslu sem Byggðastofnun hefur gefið út. Skýrslan er unnin samkvæmt byggðaáætlun 2014-2017, en þar er gert ráð fyrir að stuðningur nágrannalanda til svæða sem eiga undir högg að sækja verði kortlagður.

Nánar...