Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

14. des. 2017 : Tillögur til eflingar ferðaþjónustunni

Ferðamálaráð lagði til við ferðamálaráðherra sl. haust, að sveitarfélögum verði heimilt að ákveða á eigin vegum leyfilegan dagafjölda heimagistingar innan 90 daga reglunnar. Einnig lagði ráðið til að nýr áfangastaðasjóður fái það hlutverk að efla vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu, að markaðsstofur landshlutana verði efldar og að gengisáhrif á ferðaþjónustu í dreifbýli verði greind, svo að dæmi séu nefnd.

Nánar...

08. des. 2017 : Fagnaðarefni að íbúum fjölgi

Thorlakshofn-12

Endurskoðun á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs stendur nú yfir og eru framlög sjóðsins til fjölkjarna sveitarfélaga á meðal þess sem verið er að skoða. Staða sveitarfélaga sem njóta íbúafjölgunar hefur ekki verið rædd, að sögn Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Efni standi ekki til að auka framlög sjóðsins út á fjölgun íbúa.

Nánar...

08. des. 2017 : Brýnt að efla sveitarstjórnarstigið

Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, vill hefja samtal við sveitarfélögin um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Tillögur, sem starfshópur um eflingu þess lagði til við ráðherra fyrr á þessu ári, verða ólíklega að frumvarpi fyrir næsta vorþing. Of stutt er til þess, að mati ráðherrans nú, til sveitarstjórnarkosninga.

Nánar...

28. nóv. 2017 : Tímabært að fjárheimildir ofanflóðasjóðs aukist umtalsvert

Minnisvardi-i-Neskaupstad

Ráðstöfunarfé ofanflóðasjóðs hefur skv. fjárlögum síðustu ára verið innan við helmingur af mörkuðum tekjum sjóðsins. Samband íslenskra sveitarfélaga vill að árlegar fjárheimildir ofanflóðasjóðs hækki, fari svo að tímabundnar heimildir sjóðsins vegna kostnaðar við hættumat verði framlengdar.

Nánar...

23. nóv. 2017 : Sóknaráætlanir landshluta – áherslur og úthlutanir 2016

Á síðasta ári bárust þeim sjö uppbyggingarsjóðum sem starfa á landinu samtals 1.063 umsóknir. Af þeim voru 630 umsóknir samþykktar eða 59% og nam heildarfjárhæð styrkja tæpum 429 m.kr. Þá voru heildarframlög til áhersluverkefna samtals 307 m.kr. vegna 54 verkefna.

Nánar...

13. nóv. 2017 : Lokaskýrsla um forsendur þjóðgarðs á miðhálendinu er komin út

Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða. Fjallað er um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í lokaskýrslu nefndar sem skipuð var á síðasta ári vegna málsins.

Nánar...

12. nóv. 2017 : Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinast

Sameining Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar á Reykjanesi var samþykkt í íbúakosningum sem fram fóru í gær. Var sameiningin samþykkt með 71,5% atkvæða í Garði og rúmum 55% í Sandgerði.

Nánar...

09. nóv. 2017 : Málþing um flutningskerfi raforku

Endurnýjun á flutningskerfi raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum. Raforkumál og flutningskerfi raforku verða til umfjöllunar á málstofu Byggðastofnunar 21. nóv. nk.

Nánar...

19. okt. 2017 : Hvatt til frekari sameiningar á Austurlandi

Breiddalsvik

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri leggur til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð í nýútkominni skýrslu sem unnin var að beiðni sveitarfélagsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Opið fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð

Arsskyrsla-010

Er til byggð í sveitarfélaginu þínu sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis? Ef svo er, þá veitir húsafriðunarsjóður styrki til að vinna tillögur að slíkum verndarsvæðum.

Nánar...
Síða 1 af 3