Fréttir og tilkynningar: desember 2016

Fyrirsagnalisti

23. des. 2016 : Atvinnutekjur 2008-2015

 

Fimmtudaginn 22. desember gaf Byggðastofnun út skýrsluna „Atvinnutekjur 2008-2015“. Í henni er gefin mynd af þróun atvinutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. 

 

Nánar...

15. des. 2016 : Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var í byrjun desember 2016, var undirritað samkomulag aðildarsveitarfélaganna um samstarf um næstu skref við undirbúning að innleiðingu svokallaðrar Borgarlínu.

Nánar...

14. des. 2016 : Umsögn um drög að frumvarpi um skipulag haf- og strandsvæða

Hinn 23. nóvember sl., óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er minnt á að sveitarfélögin hafa um langt skeið kallað eftir því að sett verði löggjöf um strandsvæðisskipulag en um er að ræða nýtt viðfangsefni í skipulagsmálum á Íslandi. Aukning hefur verið í starfsemi á haf- og strandsvæðum, sérstaklega sjókvíaeldi, og vaxandi eftirspurn og samkeppni er um svæði.

Nánar...

12. des. 2016 : Sóknaráætlanir landshluta 2015-2019

Á árinu 2015 skrifuðu landshlutasamtökin undir samning við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um gerð sóknaráætlana fyrir landshlutana árin 2015-2019. Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

Nánar...

05. des. 2016 : Umsögn um frumvarp um bílastæðagjöld utan þéttbýlis

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp um breytingu á umferðarlögum , sem innanríkisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. 

Nánar...

05. des. 2016 : Dyrfjöll - Stórurð, gönguparadís fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Á ferðamálaþingi, sem haldið var 30. nóvember sl., voru afhent umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2016.

Nánar...