Fréttir og tilkynningar: ágúst 2016

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2016 : Stöðugreining 2016

Sambandið vekur athygli á að Byggðastofnun gaf nýlega út Stöðugreiningu 2016 sem unnin var í tengslum við nýja byggðaráætlun fyrir árin 2017-2023.

Nánar...

29. ágú. 2016 : Skipulagsdagurinn 2016

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Skipulagsdaginn 2016. Þá hefur dagskráin tekið á sig endanlega mynd og er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is.

Nánar...

16. ágú. 2016 : Byggðaráðstefnan 2016

Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnu sem er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík dagana 14.-15. september.

Nánar...

03. ágú. 2016 : Áhugaverð erindi á Skipulagsdeginum 15. september 2016

Við minnum sveitarstjórnarmenn á að merkja Skipulagsdaginn 15. september í dagatalið. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. Í því skyni höfum við fengið til liðs við okkur nokkra frábæra fyrirlesara:

Nánar...