Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

23. des. 2016 : Atvinnutekjur 2008-2015

 

Fimmtudaginn 22. desember gaf Byggðastofnun út skýrsluna „Atvinnutekjur 2008-2015“. Í henni er gefin mynd af þróun atvinutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. 

 

Nánar...

15. des. 2016 : Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem haldinn var í byrjun desember 2016, var undirritað samkomulag aðildarsveitarfélaganna um samstarf um næstu skref við undirbúning að innleiðingu svokallaðrar Borgarlínu.

Nánar...

14. des. 2016 : Umsögn um drög að frumvarpi um skipulag haf- og strandsvæða

Hinn 23. nóvember sl., óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er minnt á að sveitarfélögin hafa um langt skeið kallað eftir því að sett verði löggjöf um strandsvæðisskipulag en um er að ræða nýtt viðfangsefni í skipulagsmálum á Íslandi. Aukning hefur verið í starfsemi á haf- og strandsvæðum, sérstaklega sjókvíaeldi, og vaxandi eftirspurn og samkeppni er um svæði.

Nánar...

12. des. 2016 : Sóknaráætlanir landshluta 2015-2019

Á árinu 2015 skrifuðu landshlutasamtökin undir samning við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um gerð sóknaráætlana fyrir landshlutana árin 2015-2019. Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

Nánar...

05. des. 2016 : Umsögn um frumvarp um bílastæðagjöld utan þéttbýlis

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp um breytingu á umferðarlögum , sem innanríkisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. 

Nánar...

05. des. 2016 : Dyrfjöll - Stórurð, gönguparadís fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Á ferðamálaþingi, sem haldið var 30. nóvember sl., voru afhent umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2016.

Nánar...

24. nóv. 2016 : Ferðamálaþing 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli á árlegu Ferðamálaþingi sem haldið veðrur 30. nóvember nk.

Nánar...

03. nóv. 2016 : Stjórn sambandsins vill gistináttaskatt og bílastæðagjöld

Skýrsla starfshóps sambandsins um auknar tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum var lögð fram til umfjöllunar á fundi stjórnar sambandsins 28. október sl.  Stjórnin telur þá stöðugreiningu og tillögur, sem fram koma í skýrslunni, vera mikilvægt gagn fyrir sveitarfélögin í viðræðum þeirra við ríkið um þetta mikilvæga mál.

Nánar...

28. okt. 2016 : Auknar tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins. Eins og staðan er í dag fá sveitarfélög tekjur af útsvari þeirra sem vinna við ferðaþjónustu auk fasteignaskatta af mannvirkum sem tilheyra ferðaþjónustunni. Þessar tekjur renna af mismiklum þunga til sveitarfélaga og telja sum sig verð nokkuð afskipt vegna þess. Þau telja útgjaldaþrýsting vera fyrir hendi en litlar sem engar tekjur í augnsýnt til að standa undir nauðsynlegum kostnaði við uppbyggingu og fleira.

Nánar...
Síða 1 af 2